Kaffi fyrir 75 ára íbúa Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 122
26. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 25. fundi frístunda- og menningarnefnd, frá 23. ágúst, liður 5. Kaffi fyrir 75 ára íbúa Árborgar.
Lögð var fram tillaga frá fulltrúa M-lista um að 75 ára afmæliskaffið sem halda átti í ár fyrir árganga fædda 1945 og 1946 verði aflýst og fjármagnið nýtt til frekari heilsueflingar fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Í ljósi aðstæðna lagði nefndin til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt.
Svar

Í ljósi aukins svigrúms í nýjum sóttvarnarreglum mælist bæjarráð til þess að afmæliskaffið verði haldið og því fundin tímasetning fljótlega, t.d. í tengslum við Menningarmánuðinn október.