Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 36
23. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri kynnir beiðni heilbrigðisráðuneytisins, dag. 16. maí, um heimild til útboðs framkvæmda á nýbyggingu fyrir hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg. Gögn lögð fram á fundi.
Svar

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú óskað heimildar fjármála- og efnahagsráðuneytis til að bjóða út framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Árborg. Áætluð stærð er 4.129 fermetrar og heildarkostnaður um 2,77 milljarðar. Gert er ráð fyrir að verklegar framkvæmdir hefjist í haust og ljúki fyrri hluta sumars 2021.