Verndarsvæði í byggð
Eyrarbakki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 41
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 3. nóvember, liður 18. Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tillaga um verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka hafði verið auglýst. Tillagan var auglýst frá 8. september 2021, með athugasemdafresti til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka yrði samþykkt og send ráðherra í samræmi við 3. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.