Verndarsvæði í byggð
Eyrarbakki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 40
4. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á 39. fundi bæjarráðs, undir liðnum fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka, var bæjarstjóra falið að afla gagna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs sundurliðað kostnaðaryfirlit yfir þá verkþætti sem þegar hafa verið unnir í tengslum við verkefnið Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka. Samhliða því verði lögð fram kostnaðaráætlun yfir þá vinnu sem eftir er til þess að ljúka við verkefnið.
Svar

Landform hefur lokið stærstum hluta síns verkþáttar og mun skila skýrslu um vinnuna og stöðu verkefnisins til Árborgar í ágúst. Þá verður hægt að leggja mat á kostnað við að ljúka verkefninu og sækja 70% af samþykktum styrk vegna verkefnisins til Minjastofnunar.