Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 77
22. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi sem nær yfir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands, var samþykkt til auglýsingar af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar 2018. Frá samþykkt tillögunnar til auglýsingar hefur verið unnið skv. henni, en komið hefur í ljós að tillagan tók aldrei formlega gildi með birtingu auglýsingar í b-deild stjórnartíðinda.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi verði endurauglýst vegna tímarfresta. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.