Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2030 er umrætt svæði skilgreint sem efnislosunarsvæði en ekki urðunarstaður og hefur svæðið alltaf verið notað í samræmi við skipulagsskilmála. Bæjarráð mótmælir fullyrðingum Umhverfisstofnunar um að þarna sé um urðunarstað að ræða og felur bæjarstjóra að svara erindinu á þann veg.
Málið er að öðru leyti í úrvinnslu hjá mannvirkja- og umhverfissviði.