Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 40
4. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 28. júní, áætlun um frágang og vöktun - urðunarstaður að Lækjarmóti.
Svar

Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2030 er umrætt svæði skilgreint sem efnislosunarsvæði en ekki urðunarstaður og hefur svæðið alltaf verið notað í samræmi við skipulagsskilmála. Bæjarráð mótmælir fullyrðingum Umhverfisstofnunar um að þarna sé um urðunarstað að ræða og felur bæjarstjóra að svara erindinu á þann veg.
Málið er að öðru leyti í úrvinnslu hjá mannvirkja- og umhverfissviði.