Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 80
9. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 12. fundi umhverfisnefndar frá 16. júní sl., liður 5. Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjarmóta. Yfirferð ábyrgðaryfirlýsingar vegna lokunartilmæla UST vegna frágangs. Lögð fram ábyrgðaryfirlýsing vegna lokafrágangs á jarðvegstipp við Lækjarmót.
Umhverfisnefnd samþykkir yfirlýsinguna og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Bæjarráð samþykkir að Sveitarfélagið Árborg tryggi að frágangur á jarðvegstippnum í Lækjarmótum verði í samræmi við lög reglur og felur bæjarstjóra að leiðrétta yfirlýsingu sveitarfélagsins til samræmis. Bæjarráð setur engu að síður allan fyrirvara á að fyrirmæltar aðgerðir Umhverfisstofnunar séu viðeigandi enda hefur sveitarfélagið í gegnum tíðina meðhöndlað svæðið sem jarðvegstipp en ekki urðunarstað og m.a. farið í aðgerðir til að hreinsa upp rusl sem þarna hefur verið losað í óleyfi.
Í þessu ljósi óskar bæjarráð eftir rökstuðningi Umhverfisstofnunar fyrir því að UST skilgreinir jarðvegstippinn sem urðunarstað, áður en hægt er að samþykkja þær lokunaraðgerðir sem UST mælir fyrir um.