Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
Gert var fundarhlé kl. 18.13.
Fundi fram haldið kl. 18.33
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn setur allan fyrirvara á að fyrirmæltar aðgerðir Umhverfisstofnunar séu viðeigandi enda hefur sveitarfélagið í gegnum tíðina meðhöndlað svæðið sem móttökusvæði fyrir óvirk jarðefni og m.a. farið í aðgerðir til að hreinsa upp rusl sem almenningur hefur losað þarna í óleyfi. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til að fá úr því skorið hjá þar til bærum aðilum hvort tilefni sé til þeirra aðgerða sem Umhverfisstofnun mælir fyrir um.
Bæjarfulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar