Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til umræðu.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Að gefnu tilefni vilja undirrituð minna á 30. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Svf. Árborgar. Þar segir meðal annars. „Bæjarráðsfundir skulu vera haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum.“
Í leiðbeiningum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga kemur fram að almenna viðmiðunin sé að þátttakendur á lokuðum fundum eigi rétt á því að ummæli þeirra séu ekki birt eða að það sé ekki vitnað opinberlega í þau nema með þeirra samþykki.
Birting slíkra ummæla sem þjónar ekki málefnalegum tilgangi hefur neikvæð áhrif á umræður og samstarf innan bæjarstjórnar. Mikilvægt er að trúnaður milli kjörinna fulltrúa sé virtur og fundarmenn sýni hver öðrum tillitssemi og virðingu í allri umræðu er varða málefni sveitarfélagsins.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista