Fjárhagsáætlun 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 23
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Afgr. frá 64. fundi bæjarráðs þar sem lagt var fram bréf frá EFS, dags. 10. febrúar, um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta útbúa svör við erindinu og leggja fyrir bæjarstjórn.
Svar

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls og lagði fram svör við erindi EFS.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Forseti lagði til að málinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.