Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 37
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 70. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júní sl., liður 16. Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010- 2030.
Lagt fram til kynningar drög að heildar endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2036.
Skipulags- og bygginganefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að heildar endurskoðun aðalskipulags yrði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með eftirfarandi bókun:

Um leið og bæjarstjórn samþykkir að kynna nýja tillögu að aðalskipulagi Svf. Árborgar fyrir árin 2020-2036, vill hún ítreka að opnir kynningarfundir verða haldnir á komandi hausti fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila. Fundartími verður auglýstur síðar. Einnig vill bæjarstjórn þakka starfshópi, um endurskoðun á gildandi aðalskipulagi, og stafsfólki hans, fyrir vel unnin störf.