Fyrirspurn
Tillaga af 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október, liður 5. Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.
Sveitarfélagið Árborg hafði að undanförnu unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar. Tillagan hafði verið kynnt íbúum á opnum fundum á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Aðalskipulag var skipulagsáætlun sem tók til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi var sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036 yrði samþykkt til auglýsingar og send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.