Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðar
Miðtún 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 29
30. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 54. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. október sl., liður 5. Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðar - Miðtún 15.
Á 50. fundi skipulags- og byggingarnefndar var tekið fyrir erindi frá ProArk f.h. eiganda um skiptingu lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir með byggingarrétti á hvorri lóð. Ákveðið var að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Lagt var til við bæjarstjórn að skipting lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir yrði samþykkt.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.