Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 11
30. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá 31. fundi bæjarráðs frá 4. apríl sl., liður 9 - Formaður bæjarráðs leggur til að sameiginleg yfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli verði samþykkt. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, Gunnar Egilsson D-lista greiddi atkvæði á móti. Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum. Gunnar Egilsson, D-lista
Svar

Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Eggert Valur Guðmundsson, Gunnar Egilsson, Tómas Ellert Tómasson, Ari Björn Thorarensen og Kjartan Björnsson.

Forseti gerði hlé á fundinum kl. 17:28 að beiðni Kjartans Björnssonar bæjarfulltrúa D-lista.

Fundi haldið áfram kl. 17:35

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Afstaða fulltrúa D-lista í bæjarráði vekur furðu þar sem að viljayfirlýsingin felur í sér þær miklu gleðifréttir að Svf. Árborg og ungmennafélag Selfoss hafa loksins komist að niðurstöðu, eftir umfangsmikla vinnu og fjölda funda aðila í milli um hvar og hvernig uppbygging íþróttamannvirkja skuli vera háttað í framtíðinni.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista


Tómas Ellert Tómasson lagði fram eftirfarandi bókun:
Framkvæmdastjórn Umf. Selfoss samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 15. október sl.:
„Ungmennafélag Selfoss fagnar metnaðarfullri framtíðarsýn sem kynnt hefur verið varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli. Félagið lýsir yfir fullum stuðningi við að áfram verði unnið með þessar hugmyndir og þær verði útfærðar nánar með fulltrúum félagsins. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra notenda að hönnunarvinnu sem framundan er þ.m.t. að tekið verði tillit til ábendinga sem stjórn knattspyrnudeildar hefur gert grein fyrir. Þær snúa að því að breytingar verði gerðar á tímasetningum varðandi uppbygginguna og að skoðað verði hvort hægt sé að gera tilfærslu á húsinu til suðurs.
Ungmennafélag Selfoss telur að með þessum tillögum sé komin framtíðarsýn sem falli vel að fyrri hugmyndum félagsins og þær verði notaðar við frekari skipulagningu og uppbyggingu á svæðinu. Ungmennafélagið hvetur sveitarfélagið til dáða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og mun hér eftir sem hingað til styðja við allar metnaðarfullar hugmyndir sveitarfélagsins.“

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.