Erindisbréf - Skipulag hverfisráða og þátttökulýðræðis í Árborg.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 110
8. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Málið var áður á dagskrá 18. febrúar sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir að núverandi fulltrúar í hverfisráðum sitji áfram til vors og verða þá ný ráð skipuð í maí samkvæmt nýjum, endurskoðuðum samþykktum. Fram að þeim tíma verða samþykktir hverfisráða til endurskoðunar. Sem liður í vinnu við endurskoðun samþykktanna hefur verið leitað aðkomu RR ráðgjafar við að skoða hlutverk og tilhögun hverfisráða. Verkefnistillaga RR ráðgjafar er hér lögð fyrir bæjarráð til skoðunar.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu Róberts Ragnarssonar um vinnutilhögun. Markmið verkefnisins er að meta hvort núverandi fyrirkomulag við hverfisráð sé til þess fallið að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett framog leggja fram tillögur til úrbóta eftir því sem við á.
Kostnaður er um ein milljón króna.