Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði umsókn Bjargs um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna, að upphæð 10,6 m.kr, til að leggja fyrir bæjarstjórn. Einnig fer bæjarráð fram á að lagt verði fyrir bæjarstjórn minnisblað um heimildir sveitarfélagsins til að setja skilyrði um endurgreiðslu stofnframlags að lokinni uppgreiðslu lána vegna húsnæðisins.