Fulltrúi D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Í trausti þess að fjármögnun verði klár og að tölur hönnuða standist og yfirlit bæjarstjóra standist varðandi heildarfjárhag sveitarfélagsins og stöðu þess, styð ég tillöguna. Ég legg áherslu á að loka fjármögnun verkefnisins sé tryggð áður en lagt er af stað í annars jákvæðu verkefni í þágu uppbyggingar fyrir íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu og í raun á suðurlandi öllu. Það breytir þó ekki skoðun undirritaðs að rangt hafi verið að slá knatthús af hjá meirihluta bæjarstjórnar þar sem ég tel að notagildi slíks húss hefði alltaf til allrar framtíðar verið mikilvægt meðfram fjölnota íþróttahúsi, alltaf tilbúið til notkunar þegar nýja húsið er í notkun fyrir stór mót og viðburði þannig að æfingar gætu verið stöðugar hjá íþróttafólkinu okkar. Knatthúsið væri aukin heldur tilbúið núna en fullnaðar bygging fjölnota íþróttahúss mun taka fleiri ár og jafnvel áratug og því mun enn tefjast að skapa aðstöðu og þá sérstaklega vetraraðstöðu fyrir íþróttafólkið okkar. Það má spyrja sig hvort ekki væri rétt að svo fjárfrekt verkefni og stórt sé ekki afgreitt á sumarfundi bæjarráðs sem sannarlega hefur fullnaðarumboð bæjarstjórnar, heldur sé málið rætt og afgreitt á bæjarstjórnarfundi þar sem allir bæjarfulltrúar sveitarfélagsins hafi aðkomu að málinu. Það væri lýðræðislegt.
Kjartan Björnsson D lista
Bókun bæjarfulltrúa D-lista vekur furðu þar sem að sagan hefur sýnt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa barist af fullum þunga gegn byggingu fjölnota íþróttahúss frá upphafi. Fullyrðingar um að knatthús væri tilbúið í dag standast enga skoðun því framkomnar hugmyndir að knatthúsi voru eingöngu á undirbúningsstigi sl. vor er þær voru blásnar af.
Húsið mun rísa við suðurenda núverandi gervigrasvallar. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar í ágúst 2021.
Undirritaðir eru sannfærðir um að bygging þessa húss verði gríðarleg lyftistöng fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu og Suðurlandi öllu.
Útboðið nú tekur til byggingar tæplega 6.400 fermetra fjölnota íþróttahúss sem mun hýsa hálfan knattspyrnuvöll, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og göngu- og hlaupabraut umhverfis knattspyrnuvöllinn verður einnig í húsinu.
Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Tómas Ellert Tómasson M-lista
Bæjarráð felur sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að auglýsa útboð vegna byggingar 1. áfanga fjölnota íþróttahúss sem mun rísa við Engjaveg á Selfossi.