Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 5. fundi Almannavarnarráðs frá 25. apríl, liður 1. Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg
Almannavarnaráð Árborgar samþykkir framlögð drög að skipulagi vegna samfélagsröskunar. Skipulag Árborgar vegna samfélagsröskunar lýsir skipulagi og viðbrögðum vegna samfélagsröskunar s.s. náttúruhamfara, farsótta eða annarra viðburða sem krefjast viðbragða sveitarfélagsins, hvort sem um er að ræða almannavarnaástand eða viðburði sem einskorðast við nærsamfélagið.
Almannavarnaráð Árborgar lagði til að bæjarstjórn samþykki Skipulag vegna samfélagsröskunar. Jafnframt yrði samþykkt skipulagt kynnt opinberum aðilum svo fljótt sem auðið er.
Svar

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.