Tillaga að deiliskipulagi
Vonarland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 93. fundi skipulas- og byggingarnefndar, frá 20. apríl sl. liður 2. Tillaga að deiliskipulagi - Vonarland
Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir Vonarland L192498 í Árborg. Deiliskipulagstillagan tók til byggingar tveggja íbúðarhúsa, skemmu og gestahúss auk núverandi húsa. Landeigandi hafði undanfarin ár verið með nokkur frístundahús til útleigu og einnig tjaldsvæði. Stefnt var að frekari uppbyggingu og fastri búsetu með byggingu íbúðarhúss. Aðkoma að svæðinu er af Gaulverjabæjarvegi nr. 33 og Grundarvegi nr. 3145. Í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 er svæðið skilgreint sem frístundasvæði og landbúnaðarsvæði, en í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna til auglýsingar og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

801 Selfoss
Landnúmer: 192498 → skrá.is
Hnitnúmer: 10096515