Fyrirspurn
Í ljósi þess að mál þetta komst ekki fyrir bæjarráð áður en bæjarstjórnarfundur er haldinn er lagt til að viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019 verði tekinn fyrir í bæjarstjórn.
Lagt er fram minnisblað frá Gunnari Eysteini Sigurbjörnssyni, frístunda- og forvarnafulltrúa vegna fjölgunar stuðningsfulltrúa í frístundaheimilum í sveitarfélaginu. Breytingar í starfsemi frístundaheimilanna og fjölgun íbúa hefur þau jákvæðu áhrif að fleiri börn nýta sér þjónustu frístundaheimilanna. Hluti þeirra barna þarf sértæka aðstoð og er óskað eftir viðbótar stöðugildum til að mæta þeirri þörf. Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt og gerður viðauki fyrir þeim kostnaði sem af því hlýst.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019.