Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 13
19. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Gerð er tillaga um að samþykktur verði viðauki 5 2019.
Svar

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar flutti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun nr. 5.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tóku til máls.

Forseti gerði hlé á fundinum kl. 18:51 að beiðni bæjarfulltrúa D-lista.
Fundi var framhaldið kl. 18:54.

Lagt er til að viðauki nr. 5 2019 verði samþykktur.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu viðauka en benda á að enn eru áætlaðar alltof háar tekjur af sölu lóða. Sú áætlun er að okkar mati algerlega óraunhæf.