Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 16, málsnr. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands og lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Svf Árborgar tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem fram kemur í bókun nefndarinnar á 194 fundi þann 27 febrúar s.l. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í sorpeyðingu á Suðurlandi,eru það mikil vonbrigði að Umhverfis og auðlindaráðuneytið skuli hafa hafnað undanþágubeiðni Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu um tímabundið leyfi til urðunar aukins magns úrgangs á Strönd á Rangárvöllum, en beiðnin var tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs, um að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi. Einnig er sú ákvörðun ráðuneytisins að hafna undanþágubeiðni Svf Rangárþings eystra til urðunar aukins úrgangs á urðunarstaðnum Skógarsandi mikil vonbrigði. Bæjarstjórn tekur heilshugar undir hvatningu Heilbrigðisnefndar Suðurlands til Umhverfis og auðlindaráðuneytisins um að taka upp vinnu við heildstæða lausn við sorpeyðingu á landsvísu.
Tillaga að bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.