Framkvæmda- og veitustjórn - 22
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 30
28. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
22. fundur haldinn 13. mars
Svar

Lagt fram til kynningar.
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi tók undir mótatkvæði fulltrúa D-lista á fundinum og lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 8, málsnr. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli:
Bæjarfulltrúi D-lista bendir á að rétt væri að vinna að uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á lengri tíma og í áföngum, eins og hugmyndir fulltrúa D-lista gerðu ráð fyrir. Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tíma í einum áfanga. Mjög brýn og aðkallandi þörf er fyrir úrbætur í leikskóla- og skólamálum, sem mun verða afar kostnaðarsöm og ekki er hægt að fresta. Vandséð er að sveitarfélaginu muni standa til boða lánsfé á ásættanlegum lánskjörum fyrir þeim fjárfestingum og fjölnota íþróttahúsi að auki. Þrátt fyrir að á síðust árum hafi tekist að lækka skuldahlutfall sveitarfélagsins verulega mun ekki taka langan tíma að koma því aftur til fyrra horfs með því að ráðast í slíkar fjárfestingar umfram getu sveitarfélagsins, sem meirihlutinn vinnur að.