Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Brynhildur Jónsdóttir og Tómas Ellert Tómasson.
Forseti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa:
Jón Tryggvi Guðmundsson hefur verið sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs undanfarin 9 ár en átti sinn síðasta starfsdag í dag, 30. apríl. Jón Tryggvi hefur skilað sínum störfum af kostgæfni og trúmennsku með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Engum hefur dulist að hann ber velferð samstarfsfólksins fyrir brjósti og hefur uppskorið hlýhug fyrir. .
Jóni Tryggva er þakkað fyrir vel unnin störf og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi hjá Veitum.
Bæjarfulltrúar bjóða Atla Marel Vokes velkominn til starfa.