Ábyrgð á láni til Byggðasafns Árnesinga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 27
7. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Héraðsnefnd Árnessýslu bs., dagsett 3. mars, þar sem óskað er eftir að tekið verði fyrir kauptilboð og endurbætur á fasteigninni við Búðarstíg 22 á Eyrarbakka fyrir Byggðasafn Árnesinga. Framkvæmdastjórn HNÁ og stjórn BSÁ óska eftir heimild frá aðildarsveitarfélögum HNÁ til að ganga frá kaupum á fasteigninni Búðarstígur 22 á Eyrarbakka og að kaupin og endurbætur á húseigninni sem farið verði í á árinu 2019 verði fjármögnuð með lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 100 milljónum króna.
Svar

Bæjarráð fagnar því að húsnæðismál Byggðasafns Árnesinga komist með þessum hætti í ásættanlegt horf til framtíðar. Með kaupunum gefast ný tækifæri til að styrkja og efla safnastarfsemi á Suðurlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn þar sem staðfest verði að Sveitarfélagið Árborg veiti ábyrgð fyrir lántöku, í samræmi við sína eignarhlutdeild, vegna kaupa fasteignar fyrir Byggðasafn Árnesinga. Heildarlántaka Byggðasafns Árnesinga verður allt að 100 m.kr., samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga.