Ábyrgð á láni til Byggðasafns Árnesinga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 18
11. desember, 2019
Annað
Svar

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka framkvæmdum á fasteigninni Búðarstígur 22 sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni kt. 151066-5779 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.