1. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?
? Hringtorg og undirgöng á Eyrarvegi við Suðurhóla á Selfossi
? Ný brú yfir Ölfusá
? Umferðarmannvirki vegna þungaumferðar sunnan Selfoss (Tenging hringvegar við Þorlákshöfn)
2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?
? Umferð gangandi og hjólandi um núverandi Ölfusárbrú verði bætt
? Ástand Eyrarvegar er slæmt og aðkallandi að Vegagerðin fari í gagngerar endurbætur
? Austurvegur á Selfossi þarfnast mikilla endurbóta
3. Ef horft er á Suðurland sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarstjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?
? Tvöföldun Suðurlandsvegar verði hraðað sem kostur er
? Uppbygging og endurbætur á Þrengslavegi með breikkun vegar og bættri veglínu
? Uppbygging hafnarmannvirkja í Þorláksshöfn
4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
? Afstaða Árborgar liggur ekki fyrir þar sem endanleg útfærsla á álagningu veggjalda er ekki ljós
5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
? Ríkissjóður þarf að leggja mun meira fé í almenningssamgöngur svo auka megi tíðni ferða og bjóða ódýr fargjöld svo að almenningur fari að líta á þær sem raunhæfan valkost.