Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 49
10. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá SASS. Minnisblað Eflu um svæðisskipulag Suðurlands - forathugun.
Svar

Bæjarráð tekur undir bókun Flóahrepps um sama mál. Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins fyrr en fulltrúar Árborgar, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa rætt um aðkomu Árborgar að svæðisskipulagi Suðurhálendisins og kostnaðarskiptingu vegna þess, þar sem sveitarfélagið hefur einungis upprekstrarrétt í Flóamannaafrétt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en fer ekki með skipulagsvald á afréttinum.

Bæjarráð samþykkir því að fresta afgreiðslu erindisins. Bæjarstjóra er falið að hafa samráð við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Flóahrepp um málið.