Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 99
7. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá SASS, dags. 20 nóvember, þar sem óskað var eftir afgreiðslu sveitarfélagsins á minnisblaði um að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Taka þarf afstöðu til eftirfarandi: - að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. - að skipting kostnaðar sveitarfélaganna byggi á töflu sem fram kemur í minnisblaðinu. - að framkomnar starfsreglur liggi til grunvallar - staðfesting á skipan tveggja kjörinna aðalmanna og tveggja kjörinna varamanna í starfshópinn - samþykki á að ráðgjafar EFLU leiði vinni við gerð svæðisskipulagsins.
Áður frestað á 98. fundi bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir þátttökuna á þeim grunni sem fram kemur í minnisblaðinu.
Fulltrúar Árborgar í samráðinu eru Helgi S. Haraldsson og Ari Björn Thorarensen. Varamenn eru Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Gunnar Egilsson.