Bæjarráð tekur undir með hverfisráði Eyrarbakka mikilvægi þess að verkefninu Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka verði lokið. Bæjarráð tekur undir með hverfisráðinu að bæjaryfirvöld hafa einstakt tækifæri í höndunum til að staðfesta menningarsögulegt gildi gömlu byggðarinnar á Eyrarbakka. Bæjarstjóra falið að afla gagna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs sundurliðað kostnaðaryfirlit yfir þá verkþætti sem þegar hafa verið unnir í tengslum við verkefnið Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, samhliða því verði lögð fram kostnaðaráætlun yfir þá vinnu sem eftir er til þess að ljúka við verkefnið.
Bæjarráð vísar bókun hverfisráðs í 3ja lið, um upplýsingaskilti, til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.