Í ljósi breyttra forsenda telur bæjarráð rétt að endurmeta fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2019-2022 og kanna hvort ástæða er til að gera breytingar frá þeirri áætlun sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
Á fyrstu mánuðum ársins hafa verið samþykktir miklir viðaukar vegna útgjalda í sorpmálum vegna breyttra aðstæðna. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að samþykkja frekari viðauka, vegna stofnframlaga og annarra útgjalda. Þessir viðaukar hafa lækkað áætlaðan afgang ársins 2019 umtalsvert.
Það má einnig ætla að fyrir liggi nýjar kostnaðarupplýsingar um einhverjar af þeim fjárfestingum sem ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun og jafnvel nýjar upplýsingar um fyrirsjáanlega framvindu í gatnagerð ársins. Loks eru blikur á lofti í efnahagslífinu og ástæða til að meta hvort það kallar á sérstök viðbrögð.
GestirIngibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri - 17:00Ólafur Gestsson, endurskoðandi - 17:00