Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 2, 3, 6, 7 og 10 til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 9 og 13 til umfjöllunar í Eigna- og veitunefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 11 til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 4 til þeirrar vinnu sem er í vinnslu hjá Mannvirkja- og umhverfissviði. Benda má á að Fjörustígurinn verður malbikaður í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma tillögu í 5. lið á framfæri við Póstinn.
Verið er að leggja lokahönd á drög að nýju deiliskipulagi, vegna svæðis í framhaldi af Tjarnarstíg, sem auka mun framboð af byggingarlóðum á Stokkseyri, líkt og óskað er eftir í fundarlið nr. 8.
Í tengslum við 12. lið fundargerðar má benda á að frumhönnun vegna framkvæmda við planið á bak við Gimli er þegar farin í gang.