Umsögn - frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 33
26. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi) mál 784.
Svar

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi umsögn Bláskógabyggðar við frumvarpið:
Verði frumvarpið að lögum er nauðsynlegt að koma á virku samráði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við sveitarfélögin á landsbyggðinni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur t.a.m. haldið uppi mjög virku eftirliti með leyfisskyldri gististarfsemi og hefur m.a. ráðið starfsmann í hálft stöðugildi til að sinna því. Upplýst hefur verið um talsvert mörg brot og viðeigandi viðurlögum beitt. Hætt er við að eftirlitið á landsbyggðinni verði ekki eins virkt eftir að sektarheimildum og eftirliti verður komið fyrir hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þá vill sveitarstjórn beina því til Alþingis að úr því unnið er að breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sé fullt tilefni til að þrengja heimildir til heimagistingar (90 daga reglan svonefnda). Það er mat bæjarráðs að heimildin sé of rúm og að margt sem í henni felst sé til þess fallið að raska eðlilegri samkeppni gagnvart leyfisskyldri gististarfsemi, einkum á landsbyggðinni þar sem ferðamannatímabilið er í sumum tilvikum ekki mikið lengra en 90 dagar að sumri.