Tilkynning Íslenska Gámafélagsins um jarðgerð á Selfossi. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Erindið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 8. maí.
Svar
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til málsins og telur ekki nauðsynlegt að fram fari umhverfismat vegna framkvæmdarinnar með vísan til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.