Eigna- og veitunefnd - 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 34
9. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
2. fundur haldinn 6. maí.
Svar

18.1. 1905067 - Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar Niðurstaða 2. fundar eigna- og veitunefndar Kristinn Hauksson frá Eflu fór yfir aðdraganda á útboði vegna ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Svf. Árborgar og kynnti niðurstöður.

Tvö tilboð bárust:
Gagnaveita Reykjavíkur 45.346.163 kr
Míla 53.936.000 kr
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 83.527.676 kr

Eigna- og veitunefnd leggur til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gagnaveitu Reykjavíkur, svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum. 18.2. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli Niðurstaða 2. fundar eigna- og veitunefndar Fulltrúar Verkís hf og Alark ehf skiluðu af sér og kynntu forhönnun fyrsta áfanga fjölnota Íþróttahúss á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Einnig lögðu fulltrúar Verkís fram og kynntu framkvæmda- og greiðsluáætlun með lykildagsetningum fyrir lokahönnun, útboð og framkvæmd á byggingu hússins. Gestir frá UMFS sátu kynninguna.

Framkvæmdaáætlun Verkís gerir ráð fyrir að útboðshönnun fyrir jarðvinnuverksamning og byggingarverksamning ljúki í sumar. Verksamningarnir verði síðan boðnir út á sama tíma með það að augnamiði að gefa verktökum tækifæri til þess að gera tilboð í hvorn verksamning fyrir sig, með möguleika á að gera frávikstilboð í báða samningana á sama tíma.

Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir því að jarðvinnuframkvæmdir geti hafist í byrjun október 2019, sem gefur jarðvinnuverktaka möguleika á að nýta haustið og veturinn til undirbúnings og uppgraftrar með það fyrir augum að ljúka allri vinnu við steyptar undirstöður og veggi, ásamt fyllingum í jörðu fyrir unglingalandsmót UMFÍ í ágúst 2020. Gert er ráð fyrir hléi frá 15.júli til 10. ágúst vegna unglingalandsmótsins.

Þá gerir áætlunin ráð fyrir að boðinn sé út verksamningur um íþróttabúnað og innréttingar fyrir lok árs 2020 svo vinna við frágang innanhúss geti hafist á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum ljúki með lögbundinni öryggisúttekt 1. júlí 2021 og að mannvirkið og lóðin séu afhent tilbúin til notkunar 1. ágúst 2021. Lögbundin lokaúttekt fer svo fram ári síðar, þann 1. ágúst 2022, þegar ábyrgðartími verksamninga rennur út.

Með því að gefa verktökum rúman byggingartíma og stýra greiðsluflæði framkvæmdarinnar þannig, að jafnar greiðslur falli til allan framkvæmdatímann, mun kostnaður vegna byggingarinnar dreifast á fjögur ár, sem gerir sveitarfélaginu auðveldar fyrir að fjármagna verkefnið.

Meirihluti Eigna- og veitunefndar leggur til við bæjarráð að samþykkja ofangreinda framkvæmdaáætlun og jafnframt óskar meirihluti nefndarinnar eftir því við bæjarráð að sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs verði falið að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa nefndarmenn D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta eigna- og veitunefndar og felur sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúi D-lista tekur undir afstöðu og bókun fulltrúa D-lista í eigna- og veitunefnd. 18.3. 1711264 - Viðbygging við Leikskólann Álfheima Niðurstaða 2. fundar eigna- og veitunefndar Útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima og endurgerð á eldra húsi lögð fram. Nefndin leggur áherslu á að viðbygging sem inniheldur starfsmannaaðstöðu verði kláruð á þessu ári.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissvið að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er. 18.4. 1903228 - Endurgerð götu - Smáratún Niðurstaða 2. fundar eigna- og veitunefndar Niðurstaða útboðs á verkinu "Endurgerð götu - Smáratún" kynnt.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið:

Gröfutækni ehf 79.245.375 kr
Borgarverk ehf 93.490.000 kr
Aðalleið ehf 98.599.370 kr

Kostnaðaráætlun var 101.647.425kr

Lagt er til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið svo framarlega sem hann uppfylli skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum og starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo framarlega sem hann uppfyllir skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum. 18.5. 1905068 - Útboð á göngu og hjólastígum 2019 Niðurstaða 2. fundar eigna- og veitunefndar Lögð fram áætlun um útboð á göngu- og hjólastígum í sveitarfélaginu 2019.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að hafa samráð við skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umferðaöryggis stígana, samþykkja áætlunina og fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir áætlunina og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.