Ísland ljóstengt - ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 81
23. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Svör Gagnaveitunnar, dags. 14. júlí sl. við fyrirspurn bæjarráðs, dags. 16. júní um það hvenær Gagnaveitan hyggst ljúka ljósaleiðaratengingu heimila á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Svar

Í svörum Gagnaveitunnar kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær ráðist verði í að klára að ljósleiðaratengja heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Gagnaveitunnarmeð það að markmiði að lokið verði við ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka sem allra fyrst. Þar sem brýnt er að tryggja að þessir þéttbýliskjarnar verði samkeppnishæfir með tilliti til möguleika á fjarvinnu og almennra lífsgæða.