Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 12
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til við bæjarstjórn, í framhaldi af tillögu að erindisbréfi umhverfisnefndar, þar sem landbúnaðarmál er færð undir þá nefnd, að erindisbréfi um skipulags- og byggingarnefnd verði breytt til því til samræmis. Þannig verði felld brott 2. mgr. 3. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarnefndar sem kveður á um að hlutverk nefndarinnar sé að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni um landbúnaðar og landnýtingu í sveitarfélaginu og eftir atvikum veita umsögn um stærri verkefni er snerta landbúnaða og landnýtingu.
Sjá gulmerkt í hjálögðu erindisbréfi.
Svar

Breyting á erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.