Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - eignarhald fráveitu og áhrif þess á tryggingamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 36
23. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Hefur verið skoðað hvort breyting á eignarhaldi fráveitunnar myndi hafa áhrif á tryggingamál hennar, sbr. lög um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu til að hafa fráveitur í eigu sveitarfélaga tryggðar skv. þeim lögum, eða hvort það falli út vegna breytts eignarhalds og tryggja verði fráveituna hjá almennum tryggingafélögum? Gunnar Egilsson, D-lista.
Svar

Samkvæmt reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands teljast mannvirki sem skylt er að vátryggja skv. 4. gr. reglugerðarinnar vera í eigu sveitarfélags eða ríkisjóðs ef þau eru í eigu félags sem er í meirihluta í eigu sveitarfélags eða ríkissjóðs.