Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 39
26. febrúar, 2020
Annað
Svar

Tillagan var lögð undir atkvæði. Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir."
Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.