Ósk um samstarf vegna þátttöku handknattleiksdeildar Umf. Selfoss í Meistaradeild Evrópu 2019-2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 38
6. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá deildastjóra menningar- og frístundadeildar, dags. 2. júní, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins vegna þátttöku handknattleiksdeildar Umf. Selfoss í Meistaradeild Evrópu 2019-2020.
Svar

Bæjarráð fagnar frábærum árangri handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og styður heilshugar þá fyrirætlan þeirra að takast á við sterkustu lið Evrópu í handknattleik. Bæjarráð óskar liðinu góðs gengis.
Bæjarráð samþykkir því ósk handknattleiksdeildar Umf. Selfoss um stuðning við þátttöku í Meistaradeild Evrópu 2019-2020. Í því felst að standa straum af kostnaði vegna keppnisaðstöðu samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði deildarstjóra frístunda- og menningarmála dags. 2. júní, allt að 7 milljónum króna. Bæjarstjóra falið að ganga frá viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn.