Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Vegna þessa umboðs er sveitarfélögum ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerðinni. Í gangi er alvarleg kjaradeila við Starfsgreinasambandið, Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness þar sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur í eldlínunni að verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélaganna.
Í þessu ljósi telur bæjarráð sér ekki fært að hafa bein afskipti af kjarasamningsgerðinni með því að víkja frá ákvörðunum samninganefndar Sambandsins.