Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista ítrekaði fyrri bókun frá 19. fundi bæjarstjórnar.
Makaskipti á landi Gamla Hrauns sem meirihluti D-lista gerði á síðasta kjörtímabili var vegna þess að Sveitarfélaginu skorti land undir dælustöð og lét í skiptum óbyggilegt land, því voru þetta miklir hagsmunir sveitarfélagsins. Hagsmunir sveitarfélagsins í þessum makaskiptum sem nú er verið að samþykkja eru ekki í þágu þess.
Bæjarfulltrúar D-lista