Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geta ekki tekið undir fullyrðingar bæjarfulltrúa D lista, um að umrædd makaskipti á landi skaði á nokkurn hátt hagsmuni sveitarfélagsins. Með þessum gjörningi er sveitarfélagið að fá 19,9 hektara af landi og lætur á móti 13,2 hektara lands. Landspildan sem sveitarfélagið fær er einungis í 3 km fjarlægð frá Selfossi og kemur til með að nýtast til þess að byrja með sem beitiland líkt og landið sem látið er í skiptum. Þá má geta þess að örstutt er í heitt og kalt vatn, það er hins vegar hægt að taka undir með bæjarfulltrúanum að almenna reglan eigi að vera sú að hyggist sveitarfélagið selja land beri að auglýsa það til sölu. Það er einnig rétt að benda á að makaskipti á landi líkt og þessi hafa margoft verið gerð án auglýsingar á undanförnum árum. Meðal annars á síðasta kjörtímabili þegar farið var í makaskipti á landspildu í eigu sveitarfélagsins og landspildu úr jörðinni Gamla Hrauni 2 í meirihlutatíð D lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert V Guðmundsson, S-lista
Helgi S Haraldsson, B-lista
Sigurjón V Guðmundsson, Á-lista
Tómas E Tómasson, M-lista
Kjartan Björnsson, D-lista gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
Makaskipti á landi Gamla Hrauns sem meirihluti D lista gerði á síðasta kjörtímabili var vegna þess að Sveitarfélaginu skorti land undir dælustöð og lét í skiptum óbyggilegt land, því voru þetta miklir hagsmunir sveitarfélagsins. Hagsmunir sveitarfélagsins í þessum makaskiptum sem nú er verið að samþykkja eru ekki í þágu þess.
Bæjarfulltrúar D-lista