Stefna gegn Árborg - höfnun á ráðningu grunnskólakennara
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 91
22. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Óskað er staðfestingar bæjarráðs á lúkningu málsins með bótagreiðslu sem skiptist til helminga milli ríkis og sveitar.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 9. júlí sl. og var þá bókað: Ósk mennta- og menningarmálaráðuneytis um afstöðu Árborgar til áfrýjunar á dómi Héraðsdóms E-3026/2019 Bæjarráð telur fyrir sitt leyti ekki efni til að áfrýja dómnum.
Svar

Bæjarráð fellst á umrædda bótagreiðslu og 50% hlutdeild sveitarfélagsins í henni og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna.