Ályktun um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 41
18. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá starfshópi sem skipaður var af SASS, dags. 4. júlí, um húsnæðisúrræði nemenda við FSu, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög sem standa saman að FSu taki undir meðfylgjandi ályktun.
Svar

Bæjarráð Árborgar tekur undir ályktun starfshópsins og skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í að heimavist verði starfrækt við FSU á nýjan leik. Jafnframt er skorað á skólanefnd og stjórnendur skólans að vinna að því að koma upp heimavist við skólann.