Gatnagerð í landi Bjarkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 80
9. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 27. fundi eigna- og veitunefndar frá 22. júní sl., liður 6. Gatnagerð í landi Bjarkar. Nefndin leggur til að verktakinn Gröfutækni ehf. verði fengin til að flýta skilum á verkinu Bjarkarland, gatnagerð og lagnir, 1. áfangi. Tillagan snýst um að flýta framkvæmdum á þann veg að hægt sé að úthluta 10 lóðum við Móstekk og greitt flýtifé fyrir. Lóðirnar yrðu þá klárar fyrir byggingaraðila þann 1. október nk. í stað 1. júlí 2021. Sökum samdráttar hjá verktökum á svæðinu í kjölfar heimsfaraldurs og vegna efnahagsþrenginga þeim tengdum stendur vilji sveitarfélagsins Árborgar til þess að freista þess að hraða uppbyggingu í Bjarkarlandi svo að unnt sé að hefja framkvæmdir á einstökum lóðum. Væri slík aðgerð til þess fólgin að veita verktökum á svæðinu kröftugri viðspyrnu í núverandi ástandi og myndi jafnframt hafa í för með sér afleidd áhrif á efnahag ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarstjórn að útbúa viðauka vegna flýtiframkvæmda í Björkurstykki.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillögu eigna- og veitunefndar um greiðslu flýtifjár kr. 13,7 m.kr. svo hægt sé að flýta úthlutun 10 lóða í Björkurstykki.