Gatnagerð í landi Bjarkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 41
18. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Verkís hefur lokið við gerð uppfærðrar kostnaðaráætlunar vegna gatnagerðar í Björkurstykki. Um hana ríkir trúnaður vegna útboðsmála. Um er að ræða stærstan hluta gagnagerðar 1. áfanga, en geymdir eru liðir vegna yfirborðsfrágangs sem ekki þarf að bjóða út fyrr en næsta vor.
Svar

Bæjarráð felur sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að auglýsa útboð vegna gatnagerðar í fyrsta áfanga í landi Bjarkar (Björkurstykki).

Útboðið tekur til fyrsta áfanga af þremur í landi Bjarkar sem mun fullbúið rúma um 700 íbúðir. Í fyrsta áfanga verksins sem nú er að fara af stað verða tilbúnar lóðir fyrir um 200 íbúðir ásamt fyrir nýjum Grunnskóla sem fyrirhugað er að verði tekinn í notkun árið 2021.

Sumarið 2020 verða til byggingarhæfar lóðir fyrir um 140 íbúðir. Þær lóðir verða auglýstar lausar til umsóknar nú í haust.

Kjartan Björnsson, D-lista, lætur bóka hjásetu sína.