Bæjarráð felur sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að auglýsa útboð vegna gatnagerðar í fyrsta áfanga í landi Bjarkar (Björkurstykki).
Útboðið tekur til fyrsta áfanga af þremur í landi Bjarkar sem mun fullbúið rúma um 700 íbúðir. Í fyrsta áfanga verksins sem nú er að fara af stað verða tilbúnar lóðir fyrir um 200 íbúðir ásamt fyrir nýjum Grunnskóla sem fyrirhugað er að verði tekinn í notkun árið 2021.
Sumarið 2020 verða til byggingarhæfar lóðir fyrir um 140 íbúðir. Þær lóðir verða auglýstar lausar til umsóknar nú í haust.
Kjartan Björnsson, D-lista, lætur bóka hjásetu sína.