14.2. 1906177 - Umsókn um byggingarleyfi að Hraunhellu 14 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjendur: Sævar Andri Árnason og Hafdís Ingvarsdóttir Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt. Niðurstaða þessa fundar 14.3. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaáforma að Bankavegi 8 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og samkomulag hefur hefur náðst um byggingaráforminn.
Umsækjandi: Sigfús Kristinsson Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Erindið var grenndarkynnt og málsaðilar skiluðu undirrituðu samkomulagi. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt. Niðurstaða þessa fundar 14.5. 1908088 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir staðsetningu á Ærslabelg á Selfossvelli.
Umsækjandi. Sveitarfélagið Árborg Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna Ærslabelgs á Selfossvelli. 14.6. 1907018 - Ósk um umbætur á hesthúsahverfi liður 4 og 5, bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Liður 4: Lagt er til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsahverfið á Selfossi.
Liður 5: Nefndið leggur til að erindinu verði vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags. Niðurstaða þessa fundar 14.12. 1908138 - Umsókn um lóðina Túngata 2 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Hafdís Brandsdóttir Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Lagt er til við bæjarráð að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Túngötu 2, Eyrarbakka, til umsækjanda, Hafdísar Brandsdóttur. 14.13. 1906013 - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu í Austurbyggð, tillagan hefur verið auglýst, og umsagnir hafa borist. Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem bárust. Niðurstaða þessa fundar 14.15. 1810115 - Kynning á niðurstöðum útboðs á heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030 Niðurstaða 27. fundar skipulags- og byggingarnefndar Kynnt er niðurstaða útboðs á vinnu ráðgjafa við endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Efla hf. átti það tilboð sem var metið hagstæðast skv. skilmálum útboðsgagna og er lagt til við bæjarráð að samþykkt verði að ganga til samninga við Eflu hf. um ráðgjafavinnu við endurskoðun aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að starfshópur verði skipaður. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.