Eigna- og veitunefnd - 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 46
5. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
7. fundur haldinn 28. ágúst.
Svar

12.2. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar 1.áfangi Niðurstaða 7. fundar eigna- og veitunefndar Tilboð opnuð 28.08.2019 kl 11:00
Eftirfarandi tilboð bárust:

Háfell 672.651.921
Gröfutækni 671.146.850
Aðalleið 718.401.910
Nesey 748.000.000
Borgarverk 718.000.000
Kostnaðaráætlun 758.954.370
Lagt er til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið svo framarlega sem hann uppfylli skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að tilboði Gröfutækni, kr. 671.146.850, verði tekið svo framarlega sem öll skilyrði eru uppfyllt. 12.3. 1908158 - Kaup á búnaði í Gimli á Stokkseyri Niðurstaða 7. fundar eigna- og veitunefndar Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir kaup á búnaðinum, fáist hann fyrir krónur 250.000, enda rúmast kostnaðurinn innan fjárhagsáætlunar. 12.7. 1803082 - Miðbær Selfoss 2018 Niðurstaða 7. fundar eigna- og veitunefndar Endurskipun í Skipun í vinnuhóp varðandi framkvæmdir í miðbæ Selfoss.
Nú þegar að Sigtún Þróunarfélag hefur hafið framkvæmdir í miðbæ Selfoss óskar bæjarstjóri eftir því að gerð verði sú breyting á samstarfshóp um uppbyggingu miðbæjarins, sem stofnað var til á 8. fundi bæjarráðs þann 8. September 2018, að í hans stað komi sviðsstjóri Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Nauðsynlegt er að gott samstarf skapist milli framkvæmdaaðila og bæjaryfirvalda um framgang verksins með reglulegum fundum og fundargerðum sem lagðar verða fram fyrir Eigna- og veitunefnd til kynningar og afgreiðslu mála sem upp kunna að koma á meðan að framkvæmdum stendur sem varða sveitarfélagið. Þannig má best tryggja hagsmuni íbúa og skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu.
Samstarfshópurinn mun funda annan miðvikudag í mánuði kl. 16, að Austurvegi 67.
Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags hafa lýst sig samþykka breytingunni.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs taki sæti í samráðshópnum fyrir hönd Árborgar í stað bæjarstjóra. Fundargerðir verði teknar til umfjöllunar í Eigna- og veitunefnd. 12.8. 1112102 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss Niðurstaða 7. fundar eigna- og veitunefndar Frumdrög og kostnaðaráætlun vegna fullnaðarfrágangs Menningarsalar í Hótel Selfoss lögð fram.

Forsendur áætlunargerðar gera ráð fyrir að salurinn verði hannaður fyrir „náttúrulegan hljómburð“ og þannig miðað við að gera hljóðvist sem besta fyrir algengustu notkun, s.s. fyrir popp-, rokk- og djasstónleika, söngleiki, leiksýningar, kvikmyndasýningar og ráðstefnur. Ljóst er að vegna stærðartakmarkana salarins hvað varðar lofthæð verður hljómburður sinfónískrar tónlistar og kórsöngs þó síðri. Ekki er þó lokað fyrir þann möguleika síðar að setja upp hljómburðarkerfi s.k. „aktífa akústík“ ef slík þörf verður til staðar. Tekið hefur verið tillit til þeirra framkvæmda sem fara þarf í þannig að rekstur salarins geti hafist, s.s. frágang innanhúss, tæknikerfi og búnað ásamt endurbótum á stoðrýmum og í lóð. Kostnaðaráætlun m.v. verðlag í júlí 2019 reiknast 472 Mkr.
Skrifstofustjóri Mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur fengið kostnaðaráætlunina í hendurnar.
Brunabótamat salarins í því ástandi sem hann er, er 553 Mkr. Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð húseignar eða áætlaður kostnaður við að endurbyggja eign sem eyðileggst í eldi. Því má áætla að Svf. Árborg hafi nú þegar lagt til ríflega 550 Mkr. í menningarsalinn.
Forsætisráðherra, Mennta- og menningarmálaráðherra ásamt skrifstofustjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis, aðrir ráðherrar í ríkisstjórn og þingmenn Suðurkjördæmis hafa heimsótt og skoðað aðstæður í Menningarsalnum.
Er forsætisráðherra skoðaði salinn sl. vor varð henni að orði að ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi væri eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra var þá bjartsýn á að eitthvað færi að gerast í málefnum salarins.
Eigna- og veitunefnd hvetur Mennta- og menningarmálaráðherra og aðra ráðherra í Ríkisstjórn Íslands ásamt þingmönnum Suðurkjördæmis að Menningarsalurinn verði settur á fjárlög fyrir árið 2020 og að veitt verði myndarlegu framlagi til verksins svo koma megi salnum í blómlega menningarstarfsemi sem allra fyrst.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð tekur undir bókun 7. fundar eigna- og veitunefndar og hvetur Mennta- og menningarmálaráðherra og aðra ráðherra í Ríkisstjórn Íslands ásamt þingmönnum Suðurkjördæmis að Menningarsalurinn verði settur á fjárlög fyrir árið 2020 og að veitt verði myndarlegu framlagi til verksins svo koma megi salnum í blómlega menningarstarfsemi sem allra fyrst.