Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók máls og fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 og greinargerð með 3ja ára áætlun 2020-2023.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
Undirrituð leggja fram breytingartillögu við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem lagt er til, að í stað lækkunar A-skatts á íbúðarhúsnæði, um 1,8% á milli ára, úr 0,275% í 0,270 % , verði lækkunin, 5% á milli áranna 2019-2020, úr 0,275% í 0,2613%,árið 2020.
Tekjuminnkun sveitarfélagsins vegna þessa verður um 14 milljónir sem kemur þá til tekjulækkunar í áætluninni, sem því nemur.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Breytingatillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Lagt var til að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 11. desember. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.