Fjárhagsáætlun 2020-2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 17
20. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fyrri umræða.
Svar

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók máls og fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 og greinargerð með 3ja ára áætlun 2020-2023.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:

Undirrituð leggja fram breytingartillögu við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem lagt er til, að í stað lækkunar A-skatts á íbúðarhúsnæði, um 1,8% á milli ára, úr 0,275% í 0,270 % , verði lækkunin, 5% á milli áranna 2019-2020, úr 0,275% í 0,2613%,árið 2020.
Tekjuminnkun sveitarfélagsins vegna þessa verður um 14 milljónir sem kemur þá til tekjulækkunar í áætluninni, sem því nemur.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Helgi S. Haraldsson, B-lista.

Breytingatillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt var til að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 11. desember. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.